Hvernig mælum við kaupmátt? Stefán Sveinbjörnsson skrifar 8. desember 2020 09:01 Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verðlag Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun