Hvernig mælum við kaupmátt? Stefán Sveinbjörnsson skrifar 8. desember 2020 09:01 Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verðlag Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun