Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 12:56 Donald Trump fór til Georgíu um helgina þar sem hann tók þátt í kosningabaráttu vegna aukakosninga um tvö öldungadeildarþingsæti. Trump notaði tækifærið til að staðhæfa að kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum. AP/Evan Vucci Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira