Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 12:56 Donald Trump fór til Georgíu um helgina þar sem hann tók þátt í kosningabaráttu vegna aukakosninga um tvö öldungadeildarþingsæti. Trump notaði tækifærið til að staðhæfa að kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum. AP/Evan Vucci Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira