Uppskriftir sigurvegara Árni Matthíasson skrifar 7. desember 2020 10:45 Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar