Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. desember 2020 18:12 Sigríður Á. Andersen við setningu Alþingis í haust. Sigríður segir engan eiga ráðherrastól skilið. Hún ætli að bjóða fram krafta sína í kosningunum næsta haust og óttast ekki dóm kjósenda. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag, en Sigríður var þar til viðtals. Sigríður sagði af sér ráðherraembætti í mars í fyrra daginn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétti hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirdeild dómstólsins staðfesti þá niðurstöðu á þriðjudag. Sigríður breytti lista hæfnisnefndar í tilfelli fjögurra dómara. Tillagan var samþykkt á Alþingi og hefur leitt til skaðabótamála þeirra dómara sem teknir voru af listanum. Sigríður ræddi aðdraganda afsagnar sinnar í Víglínunni. „Ég get sagt það heiðarlega að þeir fundir sem ég átti með tilteknu fólki, þeir komu mér á óvart að því leyti að mér fundust bara allir sem ég talaði við vera bara hálf hauslausir. Hafa misst einhvern veginn fótinn og koðnað einhvern veginn niður og menn voru einhvern veginn algjörlega óundirbúnir fyrir þetta,“ sagði Sigríður í dag. Það væri furðulegt. Hún segir að samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn sem hún ræddi við hafi látið málið hlaupa með sig í gönur. „Einstakir menn ætluðu sér síðan að láta þetta snúast um mína persónu og því ætlaði ég nú ekki að sitja undir, svo sannarlega ekki.“ Krafan um afsögn bar upp á erfiðum tíma í einkalífi Sigríðar. „Ég var auðvitað í þessum aðstæðum, missti móður mína nokkrum klukkutímum áður, og menn gátu ekki einu sinni virt mér það til vorkunnar í nokkra daga. Að leyfa rykinu að setjast, það þarf oft að gera það. Lesa til dæmis þennan dóm. Fá smá greiningu.“ Hún segist ekki gera neina kröfu um ráðherrastól í ríkisstjórninni, enginn geti gert kröfu um slíkt og það hafi hún aldrei gert. Hún stefnir hraðbyri á framboð í kosningum næsta haust. Aðspurð hvort henni þætti að farið hefði verið illa með sig sagðist Sigríður ekki þekkt fyrir að fara í fórnarlambsgír. „Svona eru stjórnmálin. Þeir sem hafa ekki hrygginn í að standa í þessu eiga ekki að vera í stjórnmálum. Það sem upp úr stendur er dómur kjósenda og hann óttast ég ekki.“ Þá ræddi Sigríður Á. Andersen hvernig hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að „særa út þetta excel-skjal sem var svo frægt.“ Vísar hún þar til skjals þar sem umsækjendur fengu einkunnir í ákveðnum þáttum. Sigríður segist sjálf hafa þurft að slá gögnin inn í Excel og skoðað málið. Hún hefði svo bætt níu reyndum dómurum við lista hinna fimmtán og svo valið málefnanlega, meðal annars með aðstoð sérfræðinga, lokalista yfir fimmtán dómaraefni við Landsrétt. Að neðan má sjá Sigríði Á. Andersen í Víglínunni í dag. Landsréttarmálið Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45 Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 „Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag, en Sigríður var þar til viðtals. Sigríður sagði af sér ráðherraembætti í mars í fyrra daginn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétti hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirdeild dómstólsins staðfesti þá niðurstöðu á þriðjudag. Sigríður breytti lista hæfnisnefndar í tilfelli fjögurra dómara. Tillagan var samþykkt á Alþingi og hefur leitt til skaðabótamála þeirra dómara sem teknir voru af listanum. Sigríður ræddi aðdraganda afsagnar sinnar í Víglínunni. „Ég get sagt það heiðarlega að þeir fundir sem ég átti með tilteknu fólki, þeir komu mér á óvart að því leyti að mér fundust bara allir sem ég talaði við vera bara hálf hauslausir. Hafa misst einhvern veginn fótinn og koðnað einhvern veginn niður og menn voru einhvern veginn algjörlega óundirbúnir fyrir þetta,“ sagði Sigríður í dag. Það væri furðulegt. Hún segir að samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn sem hún ræddi við hafi látið málið hlaupa með sig í gönur. „Einstakir menn ætluðu sér síðan að láta þetta snúast um mína persónu og því ætlaði ég nú ekki að sitja undir, svo sannarlega ekki.“ Krafan um afsögn bar upp á erfiðum tíma í einkalífi Sigríðar. „Ég var auðvitað í þessum aðstæðum, missti móður mína nokkrum klukkutímum áður, og menn gátu ekki einu sinni virt mér það til vorkunnar í nokkra daga. Að leyfa rykinu að setjast, það þarf oft að gera það. Lesa til dæmis þennan dóm. Fá smá greiningu.“ Hún segist ekki gera neina kröfu um ráðherrastól í ríkisstjórninni, enginn geti gert kröfu um slíkt og það hafi hún aldrei gert. Hún stefnir hraðbyri á framboð í kosningum næsta haust. Aðspurð hvort henni þætti að farið hefði verið illa með sig sagðist Sigríður ekki þekkt fyrir að fara í fórnarlambsgír. „Svona eru stjórnmálin. Þeir sem hafa ekki hrygginn í að standa í þessu eiga ekki að vera í stjórnmálum. Það sem upp úr stendur er dómur kjósenda og hann óttast ég ekki.“ Þá ræddi Sigríður Á. Andersen hvernig hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að „særa út þetta excel-skjal sem var svo frægt.“ Vísar hún þar til skjals þar sem umsækjendur fengu einkunnir í ákveðnum þáttum. Sigríður segist sjálf hafa þurft að slá gögnin inn í Excel og skoðað málið. Hún hefði svo bætt níu reyndum dómurum við lista hinna fimmtán og svo valið málefnanlega, meðal annars með aðstoð sérfræðinga, lokalista yfir fimmtán dómaraefni við Landsrétt. Að neðan má sjá Sigríði Á. Andersen í Víglínunni í dag.
Landsréttarmálið Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45 Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 „Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45
Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21
„Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44