Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2020 19:20 Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem formaður Neytendasamtakanna segir að muni hækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum til að hægt verði að hækka einnig verð á innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson. Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson.
Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20
Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46