Salman Tamimi er látinn Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2020 12:53 Salman Tamimi var áberandi í þjóðlífinu og lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Fjölskylda hans og múslimasamfélagið á Íslandi syrgir nú forstöðumann sinn. Félag Múslima á Íslandi Salman Tamimi lést í gær 65 ára gamall. Hann er forstöðumaður Félags múslima á Íslandi. Félag Múslima á Íslandi greindi frá andláti Salman Tamimi nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Þar segir: „Í gærkvöldi lést forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, Salman Tamimi. Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust. Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“ Salman Tamimi fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971, þá 16 ára gamall. Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum. Salman stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi um víðan heim. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi. Í tilkynningu frá fjölskyldu Salmans segir að hann hafi verið mikill fjölskyldumaður, vinamargur og hans verði sárt saknað. Salman hafi látist á friðsælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar. Salman kom oft fram í viðtölum fyrir hönd múslima á Íslandi, meðal annars ítarlega í útvarpsþættinum Harmageddon sem sjá má að neðan. Andlát Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Félag Múslima á Íslandi greindi frá andláti Salman Tamimi nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Þar segir: „Í gærkvöldi lést forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, Salman Tamimi. Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust. Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“ Salman Tamimi fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971, þá 16 ára gamall. Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum. Salman stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi um víðan heim. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi. Í tilkynningu frá fjölskyldu Salmans segir að hann hafi verið mikill fjölskyldumaður, vinamargur og hans verði sárt saknað. Salman hafi látist á friðsælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar. Salman kom oft fram í viðtölum fyrir hönd múslima á Íslandi, meðal annars ítarlega í útvarpsþættinum Harmageddon sem sjá má að neðan.
Andlát Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira