Leiksvæði barna og réttindi þeirra til leiks Ulla R. Pedersen skrifar 2. desember 2020 22:59 Börn eiga rétt til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er slegið föstu að leikur barna er undirstaða þess að þau þroskist og öðlist hæfni til að skipuleggja, skoða, uppgötva, kanna og prófa hluti sem verða á vegi þeirra. Möguleikinn á því að geta skapað eigin pláss og rými eftir þörfum er mikilvægur. Af þeim sökum er æskilegt að börnin hafi aðgang að náttúrusvæði og lausum leikmunum. Að börnin geti leikið í friði og ró án utanaðkomandi truflunar sem getur eyðilagt einbeitingu og ímyndun er mjög mikilvægt. Hver hefur ekki upplifað að vera komin/n djúpt inn í ímyndaðan heim þar sem utan að komandi truflun varð til þess að heimurinn hvarf? Barnæskan er mikilvægt tímabil hvers manns, á þeim tíma þroskum við lífsviðhorf og hæfileika sem móta okkur það sem eftir er. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að muna að börn hafa þörf fyrir að leika sér frjáls og ótrufluð, sem er forsenda þess að geta þroskast í hraustari og sterkari einstaklinga. Börn hafa þörf fyrir góða kjölfestu í jörðinni og nánd við náttúruna. Þau eiga að hafa möguleika á því að leika sér ótrufluð af fullorðnum. Þannig þroskast og mótast hæfileikar þeirra til þess að geta staðið sig í nútíma samfélagi. Börn eyða stórum hluta dagsins í skólastofnun frá unga aldri. Þar eiga þau að læra að vinna saman og búa með öðru fólki og leysa vandamál. Samfélagið og foreldrar krefjast talsverða eiginleika af börnum - þau eiga helst að vera skapandi, sjálfstæð, og fá marga góða og sniðugar hugmyndir. Því er mikilvægt að móta örugg svæði fyrir frjálsan leik barnanna þar sem þau geta þróað sköpunarhæfni sína. Leikir utandyra minnka stress hjá börnum Æ fleiri börn verða stressuð og þróa með sér líkamleg og andleg einkenni eins og maga- og höfuðverk, svima, þau geta orðið leið eða reið, verið uppstökk og átt erfitt með að einbeita sér. Í mörgum tilvikum fá börnin stress frá foreldrum og öðrum nákomnum sem þjást af stressi. Einnig geta börn þróað með sér stress ef kröfur til þeirra séu of miklar og ef að þau eru endurtekið trufluð í leik. Rannsóknir sýna að útileikir minnka stress í börnum, þau verða í betra jafnvægi og námshæfileikarnir verða betri. Náttúran gefur góða upplifun af öryggi og samband við nærumhverfið. Í náttúrunni getum við öll fundið fyrir innri ró og hún veitir okkur innblástur og ný sýn. Í náttúrunni finna börnin sína eigin staði sem geta skipt þau miklu máli. Hver hefur ekki átt sinn leynistað þangað sem hægt var að leita skjóls. Það er því mjög dýrmætt að eiga náttúruleg svæði innan skólalóðar, eins og til dæmis klettaholt, grasbala og svæði með gróður sem fær að vaxa óáreitt. Leikvellir þurfa að hafa breytileg leiksvæði og pláss fyrir frjálsa og óstýrða leiki. Hefðbundin leiktæki eru góð á meðan þau þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Takmark þeirra felst í því að það er fyrir fram ákveðið hvað á að gera og þau kveikja sjaldnast á ímyndunaraflinu eða hvetja börnin til að fara út fyrir þægindamörkin. Lausir hlutir á leikvellinum er hægt að nota í fjölbreytta leiki og því hjálpa þau börnunum að þroska hreyfingum, málfræði og skynfærum auk þess að þroskast félagslega. Hlutir sem ekki hafa einn ákveðinn eiginleika og ekki segja til um hvernig á að nota eru mikilvægir hlutir í fróðlegu og spennandi leikumhverfi. Gömul jólatré, nýslegið heyið á leikvellinum, hálmbaggar, vörubretti og fleiri hluti er auðvelt að nota. Mikilvægur þáttur í fjölbreyttum leikvelli er að hlutir annað hvort eyðast eða breytast með tímanum sem tryggir endurnýjun efna. Stór hálmbaggi endist í stuttan tíma, en það getur verið áhugavert að fylgjast með niðurbrotsferlinum, trjágreinar brotna, sandur blandast við mold og steinar hverfa. Þegar börn læra að hægt er að nota hlutina á leikvellinum í mismunandi leiki og verkefni sem þau geta tileinkað sér geta þau einnig lært að fara með verkfæri eins og hamar og sagir undir leiðsögn fullorðinna. Þetta er reynsla sem margir byggingarleikvellir í Danmörku hafa nýtt sér og væri áhugavert að vinna með hér á landi. Við höfum öll verið í aðstæðum sem minna okkur á barnæskuna. Menn segja að við eigum að varðveita barnið í okkur. Við eigum að geta lagt alvarleiki lífsins til hliðar og leikið okkur eins og börn. Í leik leynist þjálfun í að kanna hið óþekkta, leggja fordóma til hliðar, prófa nýja hluti sem væntingar standa til. Að ögra hæfileikum og öðlast nýja reynslu og þekkingu eru verðmætir og gagnlegir eiginleikar fyrir jafnt börn sem fullorðna. Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA, Verkís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er slegið föstu að leikur barna er undirstaða þess að þau þroskist og öðlist hæfni til að skipuleggja, skoða, uppgötva, kanna og prófa hluti sem verða á vegi þeirra. Möguleikinn á því að geta skapað eigin pláss og rými eftir þörfum er mikilvægur. Af þeim sökum er æskilegt að börnin hafi aðgang að náttúrusvæði og lausum leikmunum. Að börnin geti leikið í friði og ró án utanaðkomandi truflunar sem getur eyðilagt einbeitingu og ímyndun er mjög mikilvægt. Hver hefur ekki upplifað að vera komin/n djúpt inn í ímyndaðan heim þar sem utan að komandi truflun varð til þess að heimurinn hvarf? Barnæskan er mikilvægt tímabil hvers manns, á þeim tíma þroskum við lífsviðhorf og hæfileika sem móta okkur það sem eftir er. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að muna að börn hafa þörf fyrir að leika sér frjáls og ótrufluð, sem er forsenda þess að geta þroskast í hraustari og sterkari einstaklinga. Börn hafa þörf fyrir góða kjölfestu í jörðinni og nánd við náttúruna. Þau eiga að hafa möguleika á því að leika sér ótrufluð af fullorðnum. Þannig þroskast og mótast hæfileikar þeirra til þess að geta staðið sig í nútíma samfélagi. Börn eyða stórum hluta dagsins í skólastofnun frá unga aldri. Þar eiga þau að læra að vinna saman og búa með öðru fólki og leysa vandamál. Samfélagið og foreldrar krefjast talsverða eiginleika af börnum - þau eiga helst að vera skapandi, sjálfstæð, og fá marga góða og sniðugar hugmyndir. Því er mikilvægt að móta örugg svæði fyrir frjálsan leik barnanna þar sem þau geta þróað sköpunarhæfni sína. Leikir utandyra minnka stress hjá börnum Æ fleiri börn verða stressuð og þróa með sér líkamleg og andleg einkenni eins og maga- og höfuðverk, svima, þau geta orðið leið eða reið, verið uppstökk og átt erfitt með að einbeita sér. Í mörgum tilvikum fá börnin stress frá foreldrum og öðrum nákomnum sem þjást af stressi. Einnig geta börn þróað með sér stress ef kröfur til þeirra séu of miklar og ef að þau eru endurtekið trufluð í leik. Rannsóknir sýna að útileikir minnka stress í börnum, þau verða í betra jafnvægi og námshæfileikarnir verða betri. Náttúran gefur góða upplifun af öryggi og samband við nærumhverfið. Í náttúrunni getum við öll fundið fyrir innri ró og hún veitir okkur innblástur og ný sýn. Í náttúrunni finna börnin sína eigin staði sem geta skipt þau miklu máli. Hver hefur ekki átt sinn leynistað þangað sem hægt var að leita skjóls. Það er því mjög dýrmætt að eiga náttúruleg svæði innan skólalóðar, eins og til dæmis klettaholt, grasbala og svæði með gróður sem fær að vaxa óáreitt. Leikvellir þurfa að hafa breytileg leiksvæði og pláss fyrir frjálsa og óstýrða leiki. Hefðbundin leiktæki eru góð á meðan þau þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Takmark þeirra felst í því að það er fyrir fram ákveðið hvað á að gera og þau kveikja sjaldnast á ímyndunaraflinu eða hvetja börnin til að fara út fyrir þægindamörkin. Lausir hlutir á leikvellinum er hægt að nota í fjölbreytta leiki og því hjálpa þau börnunum að þroska hreyfingum, málfræði og skynfærum auk þess að þroskast félagslega. Hlutir sem ekki hafa einn ákveðinn eiginleika og ekki segja til um hvernig á að nota eru mikilvægir hlutir í fróðlegu og spennandi leikumhverfi. Gömul jólatré, nýslegið heyið á leikvellinum, hálmbaggar, vörubretti og fleiri hluti er auðvelt að nota. Mikilvægur þáttur í fjölbreyttum leikvelli er að hlutir annað hvort eyðast eða breytast með tímanum sem tryggir endurnýjun efna. Stór hálmbaggi endist í stuttan tíma, en það getur verið áhugavert að fylgjast með niðurbrotsferlinum, trjágreinar brotna, sandur blandast við mold og steinar hverfa. Þegar börn læra að hægt er að nota hlutina á leikvellinum í mismunandi leiki og verkefni sem þau geta tileinkað sér geta þau einnig lært að fara með verkfæri eins og hamar og sagir undir leiðsögn fullorðinna. Þetta er reynsla sem margir byggingarleikvellir í Danmörku hafa nýtt sér og væri áhugavert að vinna með hér á landi. Við höfum öll verið í aðstæðum sem minna okkur á barnæskuna. Menn segja að við eigum að varðveita barnið í okkur. Við eigum að geta lagt alvarleiki lífsins til hliðar og leikið okkur eins og börn. Í leik leynist þjálfun í að kanna hið óþekkta, leggja fordóma til hliðar, prófa nýja hluti sem væntingar standa til. Að ögra hæfileikum og öðlast nýja reynslu og þekkingu eru verðmætir og gagnlegir eiginleikar fyrir jafnt börn sem fullorðna. Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA, Verkís.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun