Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2020 22:46 Birkir Þór Guðmundsson, raforkubóndi frá Hrauni á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Egill Aðalsteinsson Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira