„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 10:50 Frá vettvangi í morgun. Þvottahúsið er staðsett í Freyjunesi sem er að finna í norðanverðum bænum. Vísir/Tryggvi Páll Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn. Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því. Slökkvilið Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því.
Slökkvilið Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira