Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. desember 2020 12:00 Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU. Vísir/Vilhelm „Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu. „Fremstu leiðtogar á sviði sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins hafa sagt að ef við tökum þessi tvö módel föstum tökum, blasir við okkur stærsta viðskiptatækifæri okkar tíma. Þetta er ekki úr tómu lofti gripið, heldur hafa greiningar og reynsla sýnt að í þessu felast gríðarlega spennandi, arðsöm, atvinnuskapandi og uppbyggileg tækifæri,“ bætir Hrund við. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun er fjallað um breytt umhverfi fyrirtækja í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar. Í þessari annarri grein af þremur er horft til þess hvernig rekstrarkostnaður fyrirtækja mun hækka hjá þeim aðilum sem ekki fara að huga að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð sem fyrst. Snýst um að hámarka arðsemi hagaðilanna „Sjálfbærni felur í sér að ná jafnvægi milli fólks, náttúru og efnahags. Hugmyndin er að sjálfbærnin byrji í grunnrekstri, markmiðum og tilgangi fyrirtækja og smitist þannig út í þjónustu og vörur fyrirtækjanna, jafnt sem nærsamfélags og virðiskeðju, hversu langt sem hún liggur út í heim.“ Hrund segir ekki lengur eiga við að markmið fyrirtækjareksturs sé að hámarka arðsemi hluthafa. Nú snúist markmiðið um að hámarka arðsemi hagaðilana. „Þetta má sjá í máli Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem er aðildastofnun stærstu og valdamestu fyrirtækja í heimi. Í því samhengi er talað um hagkerfi hagaðilanna, eða hagaðila kapítalismi,“ segir Hrund og minnir á að ef fram heldur sem horfir stefnum við í 3-4 gráðu hækkun í stað 1,5 gráðu hækkun. Ör bráðnun íss á Norðurslóðum er að valda veðurfarsbreytingum, hækkun sjávarmáls og breytingu á búsetu um allan heim. Þannig að klukkan tifar. Áskoranir á sterum Hrund segir samfélagslega ábyrgð einu sinni hafa verið metna út frá því hversu mikið fyrirtæki voru að gefa í skátahreyfinguna, íþrótta- eða menningarstarf o.s.frv. Sjálfbærni var líka oft aðeins notað yfir umhverfismálin. Þetta hefur breyst. „Bæði skilningur okkar almennt og innleiðing þessara hugmynda er komin miklu lengra og er í raun ekki lengur hugsað sem viðbót eða herslumunur, heldur grunnur að rekstri og tilgangi fyrirtækja,“ segir Hrund. Hún segir ójöfnuð hafa vaxið áður en Covid kom til sögunnar og faraldurinn svo sannarlega ekki dregið úr þeirri þróun. Í raun má segja að COVID-19 hafi varpað ljósi á þær alþjóðlegu áskoranir sem við okkur blasa og sett margar þeirra á stera Að hennar sögn þarf viðhorfsbreytingin til þess hvar fólk og fyrirtæki verslar að verða mikil. Fólk þarf að spyrja sig hvers vegna það verslar, eða jafnvel starfar, fyrir fyrirtæki sem eru ekki með sjálfbært viðskiptamódel og stuðla ekki að sjálfbærni. Hrund segir ýmislegt muni breytast í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem gerir rekstur fyrirtækja sem ekki huga vel að sjálfbærni dýrari en ella.Vísir/Vilhelm Dýrari rekstur hjá þeim sem… Hrund segir umræður um sjálfbærni ekki orðin tóm þegar kemur að rekstri. Þau fyrirtæki sem að sjálfbærni munu stuðla muni hreinlega vegna best. Hrund nefnir sem dæmi lánakjör. „Það er líka mjög líklega að almennt muni þau fá betri kjör á lánum, þurfa að borga lægri skatta, fái betra starfsfólk og hugvit, njóta sterkari markaðsstöðu og rekstur þeirra stendur betur af sér áföll, eins og COVID-19 og áföll tengd loftslagsbreytingum,“ segir Hrund. Að sama skapi gerir hún ráð fyrir að fyrirtæki sem ekki munu stuðla að sjálfbærni muni ekki hafa jafn greiðan aðgang að fjármagni né eins ásættanleg kjör. Einnig er líklegt að fyrirtæki sem standa sig verr muni þurfa að greiða fyrir slíkt í formi aukinnar skattheimtu, til dæmis kolefnisskatti á meðan fyrirtæki sem standa sig vel geta aukið tekjur sínar með myndun kolefniseininga, betri markaðsstöðu, hagkvæmni í rekstri Aðalmálið segir Hrund vera að hvert einasta fyrirtæki velti fyrir sér hvar í starfseminni hægt er að bera betur. Er það í vöru og þjónustu? Er það í framleiðslu o.s.frv. Í þessari vegferð segir Hrund fyrirtæki geta skapað sér mikið forskot í samkeppni og mikilvægt sé að tengja starfsfólkið við þann tilgang hvers vegna verið er að breyta. Ársreikningar og uppgjör Hrund segir ekki langt í að krafan um aðra og meiri upplýsingagjöf muni breytast hjá fyrirtækjum. Þessi þróun sé nú þegar farin að eiga sér stað. „Á Íslandi er gerð krafa í lögum um ársreikninga fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærð að gera skil á sjálfbærri verðmætasköpun, eða ófjárhagslegum upplýsingum, frá árinu 2016. Alþjóðlega viðskiptaráðið (e. International business council) og Alþjóðaefnahagsráðið í samvinnu við Deloitte, EY, PwC og KPMG, hafa lagt línur fyrir uppgjör fyrirtækja í þessu samhengi. Í september síðastliðnum kynntu þessir aðilar staðla sem fyrirtæki í allskyns rekstri eiga að geta byggt mælingar á sjálfbærri verðmætasköpun á,“ segir Hrund. Hrund segir þessa kröfu um ófjárhagslegar upplýsingar aðeins eftir að aukast og þá munu niðurstöður í ársreikningum og uppgjörum breytast. Og Hrund nefnir dæmi. „Greiningum á umhverfiskostnaði fyrirtækja, þ.e. hvað það kostar að menga og urða úrgang, vex ásmegin í heiminum og verður til grundvallar aukinnar gjaldtöku á fyrirtæki og stofnanir. Þegar greining á raunverulegum umhverfiskostnaði er gerð, kemur oft í ljós töluvert ólík rekstrarmynd fyrirtækja en núverandi efnahagsleg staða sýnir. Þetta eiga íslensk fyrirtæki að vera búa sig undir núna,“ segir Hrund. Að sögn Hrundar mun næsti loftlagsfundur aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna, COP26, beina sjónum sínum að fjármálum og fjárfestingum. Þar verði m.a. farið í að skapa raunhæfari kostnaðargreiningu á mengun, urðun og aðra röskun á landi sem ýtir undir losun gróðurhúsalofttegunda og dregur úr getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Annað dæmi sem Hrund nefnir er ný reglugerð sem verður innleidd hér á landi og nær til fyrirtækja í öllum stærðum. Reglugerðin byggir á flokkunarkerfi Evrópusambandsins sem mun flokka atvinnustarfsemi eftir því hvort hún er umhverfissjálfbær eða ekki, sporna við grænþvotti og koma í veg fyrir að fjárfestingar verði markaðssettar sem grænar án þess að vera það í raun. „Við erum farin að ganga á þolmörk jarðarinnar. Ekki bara valda hlýnun í lofti og sjó, heldur mynda rof í getu jarðarinnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Fremstu leiðtogar á sviði sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins hafa sagt að ef við tökum þessi tvö módel föstum tökum, blasir við okkur stærsta viðskiptatækifæri okkar tíma. Þetta er ekki úr tómu lofti gripið, heldur hafa greiningar og reynsla sýnt að í þessu felast gríðarlega spennandi, arðsöm, atvinnuskapandi og uppbyggileg tækifæri,“ bætir Hrund við. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun er fjallað um breytt umhverfi fyrirtækja í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar. Í þessari annarri grein af þremur er horft til þess hvernig rekstrarkostnaður fyrirtækja mun hækka hjá þeim aðilum sem ekki fara að huga að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð sem fyrst. Snýst um að hámarka arðsemi hagaðilanna „Sjálfbærni felur í sér að ná jafnvægi milli fólks, náttúru og efnahags. Hugmyndin er að sjálfbærnin byrji í grunnrekstri, markmiðum og tilgangi fyrirtækja og smitist þannig út í þjónustu og vörur fyrirtækjanna, jafnt sem nærsamfélags og virðiskeðju, hversu langt sem hún liggur út í heim.“ Hrund segir ekki lengur eiga við að markmið fyrirtækjareksturs sé að hámarka arðsemi hluthafa. Nú snúist markmiðið um að hámarka arðsemi hagaðilana. „Þetta má sjá í máli Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem er aðildastofnun stærstu og valdamestu fyrirtækja í heimi. Í því samhengi er talað um hagkerfi hagaðilanna, eða hagaðila kapítalismi,“ segir Hrund og minnir á að ef fram heldur sem horfir stefnum við í 3-4 gráðu hækkun í stað 1,5 gráðu hækkun. Ör bráðnun íss á Norðurslóðum er að valda veðurfarsbreytingum, hækkun sjávarmáls og breytingu á búsetu um allan heim. Þannig að klukkan tifar. Áskoranir á sterum Hrund segir samfélagslega ábyrgð einu sinni hafa verið metna út frá því hversu mikið fyrirtæki voru að gefa í skátahreyfinguna, íþrótta- eða menningarstarf o.s.frv. Sjálfbærni var líka oft aðeins notað yfir umhverfismálin. Þetta hefur breyst. „Bæði skilningur okkar almennt og innleiðing þessara hugmynda er komin miklu lengra og er í raun ekki lengur hugsað sem viðbót eða herslumunur, heldur grunnur að rekstri og tilgangi fyrirtækja,“ segir Hrund. Hún segir ójöfnuð hafa vaxið áður en Covid kom til sögunnar og faraldurinn svo sannarlega ekki dregið úr þeirri þróun. Í raun má segja að COVID-19 hafi varpað ljósi á þær alþjóðlegu áskoranir sem við okkur blasa og sett margar þeirra á stera Að hennar sögn þarf viðhorfsbreytingin til þess hvar fólk og fyrirtæki verslar að verða mikil. Fólk þarf að spyrja sig hvers vegna það verslar, eða jafnvel starfar, fyrir fyrirtæki sem eru ekki með sjálfbært viðskiptamódel og stuðla ekki að sjálfbærni. Hrund segir ýmislegt muni breytast í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem gerir rekstur fyrirtækja sem ekki huga vel að sjálfbærni dýrari en ella.Vísir/Vilhelm Dýrari rekstur hjá þeim sem… Hrund segir umræður um sjálfbærni ekki orðin tóm þegar kemur að rekstri. Þau fyrirtæki sem að sjálfbærni munu stuðla muni hreinlega vegna best. Hrund nefnir sem dæmi lánakjör. „Það er líka mjög líklega að almennt muni þau fá betri kjör á lánum, þurfa að borga lægri skatta, fái betra starfsfólk og hugvit, njóta sterkari markaðsstöðu og rekstur þeirra stendur betur af sér áföll, eins og COVID-19 og áföll tengd loftslagsbreytingum,“ segir Hrund. Að sama skapi gerir hún ráð fyrir að fyrirtæki sem ekki munu stuðla að sjálfbærni muni ekki hafa jafn greiðan aðgang að fjármagni né eins ásættanleg kjör. Einnig er líklegt að fyrirtæki sem standa sig verr muni þurfa að greiða fyrir slíkt í formi aukinnar skattheimtu, til dæmis kolefnisskatti á meðan fyrirtæki sem standa sig vel geta aukið tekjur sínar með myndun kolefniseininga, betri markaðsstöðu, hagkvæmni í rekstri Aðalmálið segir Hrund vera að hvert einasta fyrirtæki velti fyrir sér hvar í starfseminni hægt er að bera betur. Er það í vöru og þjónustu? Er það í framleiðslu o.s.frv. Í þessari vegferð segir Hrund fyrirtæki geta skapað sér mikið forskot í samkeppni og mikilvægt sé að tengja starfsfólkið við þann tilgang hvers vegna verið er að breyta. Ársreikningar og uppgjör Hrund segir ekki langt í að krafan um aðra og meiri upplýsingagjöf muni breytast hjá fyrirtækjum. Þessi þróun sé nú þegar farin að eiga sér stað. „Á Íslandi er gerð krafa í lögum um ársreikninga fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærð að gera skil á sjálfbærri verðmætasköpun, eða ófjárhagslegum upplýsingum, frá árinu 2016. Alþjóðlega viðskiptaráðið (e. International business council) og Alþjóðaefnahagsráðið í samvinnu við Deloitte, EY, PwC og KPMG, hafa lagt línur fyrir uppgjör fyrirtækja í þessu samhengi. Í september síðastliðnum kynntu þessir aðilar staðla sem fyrirtæki í allskyns rekstri eiga að geta byggt mælingar á sjálfbærri verðmætasköpun á,“ segir Hrund. Hrund segir þessa kröfu um ófjárhagslegar upplýsingar aðeins eftir að aukast og þá munu niðurstöður í ársreikningum og uppgjörum breytast. Og Hrund nefnir dæmi. „Greiningum á umhverfiskostnaði fyrirtækja, þ.e. hvað það kostar að menga og urða úrgang, vex ásmegin í heiminum og verður til grundvallar aukinnar gjaldtöku á fyrirtæki og stofnanir. Þegar greining á raunverulegum umhverfiskostnaði er gerð, kemur oft í ljós töluvert ólík rekstrarmynd fyrirtækja en núverandi efnahagsleg staða sýnir. Þetta eiga íslensk fyrirtæki að vera búa sig undir núna,“ segir Hrund. Að sögn Hrundar mun næsti loftlagsfundur aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna, COP26, beina sjónum sínum að fjármálum og fjárfestingum. Þar verði m.a. farið í að skapa raunhæfari kostnaðargreiningu á mengun, urðun og aðra röskun á landi sem ýtir undir losun gróðurhúsalofttegunda og dregur úr getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Annað dæmi sem Hrund nefnir er ný reglugerð sem verður innleidd hér á landi og nær til fyrirtækja í öllum stærðum. Reglugerðin byggir á flokkunarkerfi Evrópusambandsins sem mun flokka atvinnustarfsemi eftir því hvort hún er umhverfissjálfbær eða ekki, sporna við grænþvotti og koma í veg fyrir að fjárfestingar verði markaðssettar sem grænar án þess að vera það í raun. „Við erum farin að ganga á þolmörk jarðarinnar. Ekki bara valda hlýnun í lofti og sjó, heldur mynda rof í getu jarðarinnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira