Skipstjóri ákærður vegna dauða 34 um borð í bandarísku skemmtiskipi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 10:01 Þessi mynd frá 2. september 2019 sýnir vel hve mikill eldurinn var. 34 dóu í eldsvoðanum. AP/Slökkvilið Santa Barbara Skipstjóri skemmtibátsins Conception hefur verið ákærður vegna dauða 34 farþega hans undan ströndum Kaliforníu í fyrra. Hann er sakaður um 34 manndráp og gæti tæknilega séð verið dæmdur í 340 ára fangelsi. Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception. Bandaríkin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception.
Bandaríkin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira