Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 06:16 Bóluefni Pfizer og BioNTech verður mögulega það fyrsta sem fær samþykki í Bandaríkjunum. epa/Pfizer Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30