Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að verslunin geri það besta úr hlutunum og að viðskiptavinir síni starfsfólki skilning. Vísir/Egill Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. „Þetta er bara mjög ósanngjarnt. Í þessari stóru verslun, sem er um 3000 fermetrar, að það megi bara vera tíu manns. Með því að skipta henni í tvennt geta verið tuttugu inni í einu en það er ósanngjarnt þegar það er lítil vínbúð hér við hliðina á og hún má hleypa fleirum inn en við,“ segir Kristín, en vínbúðir flokkast undir matvöruverslanir og mega taka á móti 50 manns hverju sinni, óháð stærð húsnæðisins. Kristín segir að verslun aukist jafnt og þétt nú þegar nær dragi jólum og að það sé röð inn í búðina nánast frá opnun til lokunar. „Það gengur ágætlega. Þetta er svolítið flókið, við erum með stóra verslun og manni finnst alltaf eins og búðin sé hálf tóm vegna þess að það eru svo fáir sem mega vera hérna inni. En við höfum kosið í raun upp í eins og tvær verslanir, það er sér inngangur í hvort rými. Það hefur verið svona okkar leið til þess að láta þetta ganga hraðar en þetta er mjög erfitt.“ Bundnar hafi verið vonir um tilslakanir nú í desember. „Maður átti svo sem alveg von á þessu. En það er samt mjög erfitt. Það er erfitt að geta ekki sagt starfsfólki sínu hvernig þeirra vinnutími verður næstudaga og vikur ,þetta er mjög erfitt. Maður þarf að vera á tánum með að taka ákvarðanir um hvernig eigi að tækla hlutina og þetta er óvissa fyrir starfsfólkið. Að fá ekki að vita almennilega hvernig þeirra vinnutími eða vinnufyrirkomulag nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara,“ segir hún. Þá sé jólatrjáasala að hefjast en að þá verði versluninni skipt upp í þrjú rými svo fleiri komist að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Garðyrkja Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þetta er bara mjög ósanngjarnt. Í þessari stóru verslun, sem er um 3000 fermetrar, að það megi bara vera tíu manns. Með því að skipta henni í tvennt geta verið tuttugu inni í einu en það er ósanngjarnt þegar það er lítil vínbúð hér við hliðina á og hún má hleypa fleirum inn en við,“ segir Kristín, en vínbúðir flokkast undir matvöruverslanir og mega taka á móti 50 manns hverju sinni, óháð stærð húsnæðisins. Kristín segir að verslun aukist jafnt og þétt nú þegar nær dragi jólum og að það sé röð inn í búðina nánast frá opnun til lokunar. „Það gengur ágætlega. Þetta er svolítið flókið, við erum með stóra verslun og manni finnst alltaf eins og búðin sé hálf tóm vegna þess að það eru svo fáir sem mega vera hérna inni. En við höfum kosið í raun upp í eins og tvær verslanir, það er sér inngangur í hvort rými. Það hefur verið svona okkar leið til þess að láta þetta ganga hraðar en þetta er mjög erfitt.“ Bundnar hafi verið vonir um tilslakanir nú í desember. „Maður átti svo sem alveg von á þessu. En það er samt mjög erfitt. Það er erfitt að geta ekki sagt starfsfólki sínu hvernig þeirra vinnutími verður næstudaga og vikur ,þetta er mjög erfitt. Maður þarf að vera á tánum með að taka ákvarðanir um hvernig eigi að tækla hlutina og þetta er óvissa fyrir starfsfólkið. Að fá ekki að vita almennilega hvernig þeirra vinnutími eða vinnufyrirkomulag nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara,“ segir hún. Þá sé jólatrjáasala að hefjast en að þá verði versluninni skipt upp í þrjú rými svo fleiri komist að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Garðyrkja Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30
Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31