Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 19:01 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. vísir Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu. Umhverfisráðherra dreifði í gær á Alþingi nýju frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gerir ráð fyrir að mæla fyrir því á næstu dögum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að vernda þá náttúru sem er á þessu svæði. Hún er algjörlega einstök. Og á sama tíma getum við búið til gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir byggðirnar í kringum landið, meðal annars með opinberum störfum og fyrir ferðaþjónustuna í landið í heild sinni. Bara með því einu að bæta ímynd Íslands með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þjóðgarðurinn yrði sá stærsti í Evrópu og næði yfir þrjátíu prósent landsins. Umhverfisráðherra telur sig hafa mætt sveitarfélögum á svæðinu í nýju frumarpi þar sem ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana hefur verið fellt brott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerir ráð fyrir að mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari eða næstu viku.vísir/VIlhelm Sveitastjóri Bláskógabyggðar segir það ekki duga til. „Það er samt sem áður þannig að með þessum breytungu er verið að færa skipulagsvald og stjórnsýslu svæðisins frá lýðsræðislega kjörnum fulltrúum eins sveitarfélags til fulltrúa annarra sveitarfélaga og fulltrúa félagasamtaka og embættismanna,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera fyrirvara við frumvarpið og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra birti í dag færslu þar sem hann segir að skýra þurfi valdheimildir sveitarfélaga í tengslum við málið. Stofnun hálendisþjóðgarðsins er hluti af stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar og mikið baráttumál Vinstri Grænna. Ljóst er þó af fyrirvörum Framsóknarflokksins að ekki er einhugur um málið innan stjórnarflokkanna. Guðmundur Ingi segir núvernadi útfærslu hafa orðið til eftir mikið samráð og telur þetta niðurstöðu sem flestir eigi að geta sætt sig við. „Við munum reyna allt sem við getum til að hafa sem flesta sátta en með jafn stórt verkefni er ég ekki að gera mér vonir um að hver einasti landsmaður verði á þeirri línu að gera þetta. En ég held nú og kannanir sýna að meirihluti landsmanna vilji stíga þetta skref,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54 Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Umhverfisráðherra dreifði í gær á Alþingi nýju frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gerir ráð fyrir að mæla fyrir því á næstu dögum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að vernda þá náttúru sem er á þessu svæði. Hún er algjörlega einstök. Og á sama tíma getum við búið til gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir byggðirnar í kringum landið, meðal annars með opinberum störfum og fyrir ferðaþjónustuna í landið í heild sinni. Bara með því einu að bæta ímynd Íslands með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þjóðgarðurinn yrði sá stærsti í Evrópu og næði yfir þrjátíu prósent landsins. Umhverfisráðherra telur sig hafa mætt sveitarfélögum á svæðinu í nýju frumarpi þar sem ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana hefur verið fellt brott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerir ráð fyrir að mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari eða næstu viku.vísir/VIlhelm Sveitastjóri Bláskógabyggðar segir það ekki duga til. „Það er samt sem áður þannig að með þessum breytungu er verið að færa skipulagsvald og stjórnsýslu svæðisins frá lýðsræðislega kjörnum fulltrúum eins sveitarfélags til fulltrúa annarra sveitarfélaga og fulltrúa félagasamtaka og embættismanna,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera fyrirvara við frumvarpið og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra birti í dag færslu þar sem hann segir að skýra þurfi valdheimildir sveitarfélaga í tengslum við málið. Stofnun hálendisþjóðgarðsins er hluti af stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar og mikið baráttumál Vinstri Grænna. Ljóst er þó af fyrirvörum Framsóknarflokksins að ekki er einhugur um málið innan stjórnarflokkanna. Guðmundur Ingi segir núvernadi útfærslu hafa orðið til eftir mikið samráð og telur þetta niðurstöðu sem flestir eigi að geta sætt sig við. „Við munum reyna allt sem við getum til að hafa sem flesta sátta en með jafn stórt verkefni er ég ekki að gera mér vonir um að hver einasti landsmaður verði á þeirri línu að gera þetta. En ég held nú og kannanir sýna að meirihluti landsmanna vilji stíga þetta skref,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54 Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31