Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 13:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14