Ólæsir ærslabelgir Karl Gauti Hjaltason skrifar 30. nóvember 2020 17:01 „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Alþingiskosningar 2021 Íslenska á tækniöld Karl Gauti Hjaltason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun