Komdu með uppá hólinn Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:30 Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar