Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 08:26 Ásgeir reynir að leysa gátuna um það hvar Goðafoss sökk árið 1944. Skipið var 70 metra langt en talið hafa rekið afturhlutann niður í hafsbotninn þar sem var 38 metra dýpi þannig að stefnið stóð lóðrétt upp úr. Arnar Halldórsson Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu. Í þættinum Um land allt kemur fram að Garðmenn telja sig vita nokkurn veginn út frá lýsingum sjónarvotta og skipverja sem björguðust hvar staðurinn er. Samt hefur flakið ekki fundist. „Þetta er bara óskiljanlegt,“ segir Ásgeir. Hér var flugbraut breska hersins á Garðskaga, 1.050 metra löng og 90 metra breið.Arnar Halldórsson Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja og þar má enn sjá móta fyrir flugbrautinni. Byggðasafn Garðsins er núna í útihúsunum á Garðskaga sem áður tilheyrðu búi vitavarðarins. Þar fræðir Hörður Gíslason frá Sólbakka okkur um einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar frá Garðsstöðum, Guðna á trukknum, og þar er auðvitað trukkurinn hans Guðna. Trukkurinn hans Guðna, GMC árgerð 1942, á byggðasafninu í Garði.Arnar Halldórsson Alþýðukona fær sérstakan heiðurssess í húsinu Sjólyst í Gerðum. Verið er að gera upp húsið til minningar um Unu Guðmundsdóttur, sem þar bjó. Hún var kölluð Völva Suðurnesja í bókartitli um ævi hennar og talin búa yfir dulrænum hæfileikum. Þátturinn um Garð er endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 15.05. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum: Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn Um land allt Suðurnesjabær Fréttir af flugi Sjávarútvegur Skipaflutningar Eldri borgarar Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í þættinum Um land allt kemur fram að Garðmenn telja sig vita nokkurn veginn út frá lýsingum sjónarvotta og skipverja sem björguðust hvar staðurinn er. Samt hefur flakið ekki fundist. „Þetta er bara óskiljanlegt,“ segir Ásgeir. Hér var flugbraut breska hersins á Garðskaga, 1.050 metra löng og 90 metra breið.Arnar Halldórsson Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja og þar má enn sjá móta fyrir flugbrautinni. Byggðasafn Garðsins er núna í útihúsunum á Garðskaga sem áður tilheyrðu búi vitavarðarins. Þar fræðir Hörður Gíslason frá Sólbakka okkur um einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar frá Garðsstöðum, Guðna á trukknum, og þar er auðvitað trukkurinn hans Guðna. Trukkurinn hans Guðna, GMC árgerð 1942, á byggðasafninu í Garði.Arnar Halldórsson Alþýðukona fær sérstakan heiðurssess í húsinu Sjólyst í Gerðum. Verið er að gera upp húsið til minningar um Unu Guðmundsdóttur, sem þar bjó. Hún var kölluð Völva Suðurnesja í bókartitli um ævi hennar og talin búa yfir dulrænum hæfileikum. Þátturinn um Garð er endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 15.05. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum: Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn
Um land allt Suðurnesjabær Fréttir af flugi Sjávarútvegur Skipaflutningar Eldri borgarar Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira