Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 20:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar.
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20
„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09