„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 19:09 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. Að mati Katrínar hafi verið reynt til þrautar að ná saman við samningaborðið en það hafi ekki tekist. Það hafi verið ljóst þegar flugvirkjar höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gærkvöldi að ekki yrði lengra komist að svo stöddu. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til loka næsta árs. „Síðan er það hitt sjónarmiðið, sem réttlætir þessa lagasetningu, og það er í raun sú staða sem uppi er gagnvart öryggi sjófarenda og ferðalanga á landi með þyrlur Landhelgisgæslunnar lamaðar vegna vinnudeilu.“ Katrín segir aldrei ánægjulegt að þurfa að setja lög á verkföll. Hún hafi þó áður tekið þátt í slíkri lagasetningu og miðað við stöðu mála nú hafi ekkert annað verið í boði. „Það er auðvitað þannig að stundum eru bara engin önnur úrræði í stöðunni. Ég tel að þessi deila hafi verið á þeim stað, og hún hafi það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir öryggi almennings, að það réttlæti þetta.“ Stefnt er að því að klára umræður um frumvarpið á Alþingi í kvöld, en það er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Að mati Katrínar hafi verið reynt til þrautar að ná saman við samningaborðið en það hafi ekki tekist. Það hafi verið ljóst þegar flugvirkjar höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gærkvöldi að ekki yrði lengra komist að svo stöddu. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til loka næsta árs. „Síðan er það hitt sjónarmiðið, sem réttlætir þessa lagasetningu, og það er í raun sú staða sem uppi er gagnvart öryggi sjófarenda og ferðalanga á landi með þyrlur Landhelgisgæslunnar lamaðar vegna vinnudeilu.“ Katrín segir aldrei ánægjulegt að þurfa að setja lög á verkföll. Hún hafi þó áður tekið þátt í slíkri lagasetningu og miðað við stöðu mála nú hafi ekkert annað verið í boði. „Það er auðvitað þannig að stundum eru bara engin önnur úrræði í stöðunni. Ég tel að þessi deila hafi verið á þeim stað, og hún hafi það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir öryggi almennings, að það réttlæti þetta.“ Stefnt er að því að klára umræður um frumvarpið á Alþingi í kvöld, en það er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00