Raphinha sá til þess að Everton hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 19:30 Raphina tryggði Leeds sigur í dag. Peter Powell/Getty Images Everton tapaði 0-1 á heimavelli sínum gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fjórða tap lærisveina Carlo Ancelotti í síðustu fimm leikjum. Gengi Everton hefur verið vægast sagt slakt undanfarnar vikur eftir öfluga byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór Sigurðsson sat á varamannabekk Everton frá upphafi til enda í dag. Leikurinn var töluvert fjörugri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið óðu í færum í fyrri hálfleik og hélt James Rodriguez hélt hann hefði komið Everton yfir um miðbik hálfleiksins. Markið hins vegar dæmt af eftir að hafa verið skoðað í varsjánni. Undir lok fyrri hálfleiksins var svo dæmd vítaspyrna eftir að brotið var á Dominic Calvert-Lewin innan vítateigs. Aftur kom varsjáin til skjalanna og var dæmd rangstaða í uppbyggingu sóknarinnar sem leiddi til vítaspyrnudómsins. Skömmu síðar átti Patrick Bamford skot í stöngina á marki Jordan Pickford. Staðan hins vegar markalaus í hálfleik þó bæði lið hefðu ef til vill átt að vera búin að skora. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri en bæði lið fengu urmul færi. Á endanum var það hinn ungi Raphinha sem skoraði með frábæru skoti í milli fóta Ben Godfrey á 79. mínútu leiksins. Var þetta fyrsta mark Raphinha fyrir Leeds. Good move and a really good hit from Raphinha. More decent business by #lufc, 23-year-old bought for an initial £17m, makes things happen #EVELEE— Henry Winter (@henrywinter) November 28, 2020 Reyndist það eina mark leiksins en alls áttu liðin 14 skot á markið samtals í dag og 36 skot alls. Það dugði þó aðeins til að skora eitt mark, það gerðu Leeds United og er um að ræða fjórða sigur þeirra á leiktíðinni. Sigurinn lyftir Leeds upp í 11. sæti með 14 stig. Everton er 6. sæti með 16 stig. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Everton tapaði 0-1 á heimavelli sínum gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fjórða tap lærisveina Carlo Ancelotti í síðustu fimm leikjum. Gengi Everton hefur verið vægast sagt slakt undanfarnar vikur eftir öfluga byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór Sigurðsson sat á varamannabekk Everton frá upphafi til enda í dag. Leikurinn var töluvert fjörugri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið óðu í færum í fyrri hálfleik og hélt James Rodriguez hélt hann hefði komið Everton yfir um miðbik hálfleiksins. Markið hins vegar dæmt af eftir að hafa verið skoðað í varsjánni. Undir lok fyrri hálfleiksins var svo dæmd vítaspyrna eftir að brotið var á Dominic Calvert-Lewin innan vítateigs. Aftur kom varsjáin til skjalanna og var dæmd rangstaða í uppbyggingu sóknarinnar sem leiddi til vítaspyrnudómsins. Skömmu síðar átti Patrick Bamford skot í stöngina á marki Jordan Pickford. Staðan hins vegar markalaus í hálfleik þó bæði lið hefðu ef til vill átt að vera búin að skora. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri en bæði lið fengu urmul færi. Á endanum var það hinn ungi Raphinha sem skoraði með frábæru skoti í milli fóta Ben Godfrey á 79. mínútu leiksins. Var þetta fyrsta mark Raphinha fyrir Leeds. Good move and a really good hit from Raphinha. More decent business by #lufc, 23-year-old bought for an initial £17m, makes things happen #EVELEE— Henry Winter (@henrywinter) November 28, 2020 Reyndist það eina mark leiksins en alls áttu liðin 14 skot á markið samtals í dag og 36 skot alls. Það dugði þó aðeins til að skora eitt mark, það gerðu Leeds United og er um að ræða fjórða sigur þeirra á leiktíðinni. Sigurinn lyftir Leeds upp í 11. sæti með 14 stig. Everton er 6. sæti með 16 stig.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti