Kim sagður reiður og óskynsamur Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 12:53 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00