Kim sagður reiður og óskynsamur Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 12:53 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00