Innlend sem erlend samkeppni um hlut í Controlant sem fór á tæpa tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 19:15 Controlant hefur þróað tækni til að fylgjast með hitastigi lyfja og matvæla. Controlant Frumtak, samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, lífeyrissjóða og banka, hefur selt 11,33 prósenta hlut sjóðsins í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn. Kaupendur eru núverandi hluthafar í Controlant. Frumtak, samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, lífeyrissjóða og banka, hefur selt 11,33 prósenta hlut sjóðsins í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn. Kaupendur eru núverandi hluthafar í Controlant. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en fyrirtækjaráðgjöf bankans hafði umsjón með sölunni. Í tilkynningu frá bankanum segir að ástæða söluunnar sé að Frumtak, fyrsti sjóður Frumtak Ventures, sé að ljúka starfstíma sínum og sé því skuldbundinn til að selja eignir sínar. Frumtak Ventures mun eftir viðskiptin áfram fara með stóran hlut í Controlant hf. í gegnum sjóðinn Frumtak 2. Fjárfestahópur núverandi hluthafa í Controlant, leiddur af Investco ehf., keypti hlutinn, en hópurinn átti hæsta tilboðið í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafði umsjón með, sem fyrr segir. Alls bárust á annan tug tilboða í eignarhlutinn, að hluta eða í heild, frá innlendum og erlendum aðilum. Söluandvirði hlutarins nam tæpum tveimur milljörðum króna. Controlant hlaut á dögunum Nýsköpunarverðlaun Íslands en félagið hefur meðal annars þróað tækni til að fylgjast með hitastigi lyfja og matvæla. Á meðal viðskiptavina félagsins eru mörg af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Er búist við því að lausnir félagsins verði mikilvægur hlekkur í dreifingu bóluefna við COVID-19. Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Nýsköpun Tengdar fréttir Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaunin Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. 18. nóvember 2020 11:25 Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Umtalsverður hluti bóluefna og matvæla skemmist í flutningi vegna breytinga á hitastigi. Neytendur greiða fyrir sóunina. Vodafone Global birti grein um íslenska tæknifyrirtækið Controlant og dreifði á heimsvísu. Controlant er farið að þjónusta stór alþjóðleg fyrirtæki og sækir fjármagn til fjárfesta til að vaxa frekar. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Frumtak, samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, lífeyrissjóða og banka, hefur selt 11,33 prósenta hlut sjóðsins í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn. Kaupendur eru núverandi hluthafar í Controlant. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en fyrirtækjaráðgjöf bankans hafði umsjón með sölunni. Í tilkynningu frá bankanum segir að ástæða söluunnar sé að Frumtak, fyrsti sjóður Frumtak Ventures, sé að ljúka starfstíma sínum og sé því skuldbundinn til að selja eignir sínar. Frumtak Ventures mun eftir viðskiptin áfram fara með stóran hlut í Controlant hf. í gegnum sjóðinn Frumtak 2. Fjárfestahópur núverandi hluthafa í Controlant, leiddur af Investco ehf., keypti hlutinn, en hópurinn átti hæsta tilboðið í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafði umsjón með, sem fyrr segir. Alls bárust á annan tug tilboða í eignarhlutinn, að hluta eða í heild, frá innlendum og erlendum aðilum. Söluandvirði hlutarins nam tæpum tveimur milljörðum króna. Controlant hlaut á dögunum Nýsköpunarverðlaun Íslands en félagið hefur meðal annars þróað tækni til að fylgjast með hitastigi lyfja og matvæla. Á meðal viðskiptavina félagsins eru mörg af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Er búist við því að lausnir félagsins verði mikilvægur hlekkur í dreifingu bóluefna við COVID-19.
Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Nýsköpun Tengdar fréttir Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaunin Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. 18. nóvember 2020 11:25 Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Umtalsverður hluti bóluefna og matvæla skemmist í flutningi vegna breytinga á hitastigi. Neytendur greiða fyrir sóunina. Vodafone Global birti grein um íslenska tæknifyrirtækið Controlant og dreifði á heimsvísu. Controlant er farið að þjónusta stór alþjóðleg fyrirtæki og sækir fjármagn til fjárfesta til að vaxa frekar. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaunin Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. 18. nóvember 2020 11:25
Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Umtalsverður hluti bóluefna og matvæla skemmist í flutningi vegna breytinga á hitastigi. Neytendur greiða fyrir sóunina. Vodafone Global birti grein um íslenska tæknifyrirtækið Controlant og dreifði á heimsvísu. Controlant er farið að þjónusta stór alþjóðleg fyrirtæki og sækir fjármagn til fjárfesta til að vaxa frekar. 31. maí 2018 06:00