Gæðastarf í skólum Akureyrar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 26. nóvember 2020 16:40 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun