Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 18:58 Vísir/Vilhelm Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira