Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 18:58 Vísir/Vilhelm Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira