Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 18:30 Undirbúningsvinna stendur yfir hér á landi vegna bólusetninga við kórónuveirunni. Vísir/VIlhelm Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent