Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 15:24 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm „Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“ Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
„Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira