Klopp: Hann spilar á tólf hljóðfæri í hljómsveitinni okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 10:30 Roberto Firmino fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á völlinn í Meistaradeildarleik fyrr í vetur. Getty/Peter Powell Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira