Fundu kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað stórtæks samverkamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:01 Maðurinn hefur dvalið í Reykjanesbæ, þar sem gerð var hjá honum húsleit í desember 2019. Vísir/vilhelm Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira