Fundu kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað stórtæks samverkamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:01 Maðurinn hefur dvalið í Reykjanesbæ, þar sem gerð var hjá honum húsleit í desember 2019. Vísir/vilhelm Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira