Útrásin sem klikkar ekki Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sigtryggur Baldursson skrifa 24. nóvember 2020 10:32 Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun