Carragher: Lét leikmenn Man. City líta barnalega út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 10:01 Harry Kane fór oft illa með varnarmenn Manchester City í leik liðanna um helgina. Getty/Tottenham Hotspur FC Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira