Carragher: Lét leikmenn Man. City líta barnalega út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 10:01 Harry Kane fór oft illa með varnarmenn Manchester City í leik liðanna um helgina. Getty/Tottenham Hotspur FC Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira