Pottablómafólkið er steinhætt að „ættleiða“ blóm Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 22:38 Pottablómafólkið upp til hópa telur það nú, eftir tilmæli, alls ekki við hæfi að tala um ættleiðingu ef einhver fær afleggjara eða tekur að sér blóm til umönnunar. visir/jakob Miklar og heitar umræður eru um orðið „ættleiðing“ á Facebookhópnum „Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn“. Blómaunnendur hafa fundið það út að orðið ættleiðing, sem oft er notað þegar afleggjarar eru til umræðu og/eða að fólk taki að sér blóm til umönnunar, geti hæglega reynst niðrandi og særandi fyrir viðkvæmar sálir. Í hópnum, sem telur rúma þrjátíu þúsund meðlimi, er umræðuefnið pottaplöntur, inniplöntur, kerjaplöntur, stofublóm, altanplöntur, gróðurskálaplöntur, housepalnts, potteplanter, krukväxter af öllu tagi. Það er að segja um allar plöntur sem ekki geta vaxið utanhúss á Íslandi allt árið. En umræðan getur teygt sig í ýmsar áttir eins og nýlegt dæmi sýnir og sannar. Ásta Erla Jónsdóttir er málshefjandi en hún vill vekja á þessu athygli um leið og hún birtir mynd af gömlu lesendabréfi Þóris S. Guðbergssonar félagsráðgjafa og kennara sem birtist í Morgunblaðinu 23. febrúar 2013. Þar segir hann að óviðeigandi sé að nota orðið „ættleiðing“ um það þegar einhver tekur að sér niðurnídd hús og sjúklinga. Slíkt sé ekki við hæfi því þannig sé verið að líkja ættleiddum börnum við slíkt. „Við varðveitum gömul hús og höldum þeim við. Drykkjumönnum og öðrum sjúklingum veitum við athvarf, hjúkrun og öryggi.“ Djúpstæð merking sem á ekki við um plöntur og dýr Ásta kannast við það sem hún telur hliðstætt þessu; að í hópnum sé oft talað um að ættleiða blóm. „Ég veit þetta er ekki illa meint hjá fólki en vinsamlegast lesið ykkur til. Bara í dag hafa komið tveir statusar „ég vil fá afleggjara til ættleiðingar“ og „vill einhver ættleiða þessa plöntu“. Betra og af meiri tillitsemi við ættleidd BÖRN væri að segja: „ég vil fá afleggjara gefins“ eða „vill einhver eiga þessa plöntu“. Ættleiðing hefur djúpstæða merkingu sem á ekki við um plöntur eða dýr og er ekki kúl að nota sem slíkt.“ Málshefjandi dró fram lesendabréf frá árinu 2013 máli sínu til stuðnings.skjáskot Ásta segist alls ekki reyna að vera að vera með leiðindi en það sé virkilega særandi að lesa svona, eins mikið og hún elskar hópinn. Tilmælin, sem sett eru fram með vinsemd og virðingu, falla í kramið í hópnum svo vægt sé til orða tekið. Fjölmargir skrifa athugasemdir og þrjú hundruð manns hafa nú þegar „lækað“ eins og þar stendur. Margir dauðskammast sín fyrir að hafa notað þetta orð um það að hafa fengið afleggjara. Og lofa bót og betrun. Þó fáeinir vilji meina að þeir telji þetta alls ekki neikvætt orð þá eru miklu fleiri á því að svo sé, og vitna í Einar Benediktsson skáld; að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Ingibjörg Eyþórsdóttir er ein þeirra sem segir: „Vá hvað ég er sammála! Ættleiðing er ekki neikvætt orð en það er bara óvart ekki yfir það að fá sér plöntu eða afleggjara.“ Hún segir að þetta stuði sig, orðið hafi ákveðna merkingu og við eigum að sættum okkur við það! Ein sem er núll móðguð en allt kemur fyrir ekki Hulda Guðnadóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tekur hjartanlega undir með málshefjanda. „Ég er móðir ættleidds drengs og við hjónin getum fullyrt það að ættleiðingarferli er ekki eins auðvelt og að taka að sér dýr eða plöntur.“ Ein tekur þó til máls sem þekkir þetta á eigin skinni, Siggadís Benediktsdóttir heitir hún og segir: „Ég er ættleidd og ég er núll móðguð - bara glöð í hjarta mínu ef einhver tekur að sér afleggjara til að hugsa um. Alveg eins og ég var í denn,“ segir Siggadís og setur broskall með hjörtu í augum við. En allt kemur fyrir ekki. Mikill meirihluti sem til máls taka eru miður sín, fyrir sína hönd en einkum annarra. Telja orðið ekki við hæfi í þessu samhengi og heita því að nota aldrei orðið „ættleiðing“ um pottablóm og vona að aðrir geri það ekki heldur. Samfélagsmiðlar Móðurmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Miklar og heitar umræður eru um orðið „ættleiðing“ á Facebookhópnum „Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn“. Blómaunnendur hafa fundið það út að orðið ættleiðing, sem oft er notað þegar afleggjarar eru til umræðu og/eða að fólk taki að sér blóm til umönnunar, geti hæglega reynst niðrandi og særandi fyrir viðkvæmar sálir. Í hópnum, sem telur rúma þrjátíu þúsund meðlimi, er umræðuefnið pottaplöntur, inniplöntur, kerjaplöntur, stofublóm, altanplöntur, gróðurskálaplöntur, housepalnts, potteplanter, krukväxter af öllu tagi. Það er að segja um allar plöntur sem ekki geta vaxið utanhúss á Íslandi allt árið. En umræðan getur teygt sig í ýmsar áttir eins og nýlegt dæmi sýnir og sannar. Ásta Erla Jónsdóttir er málshefjandi en hún vill vekja á þessu athygli um leið og hún birtir mynd af gömlu lesendabréfi Þóris S. Guðbergssonar félagsráðgjafa og kennara sem birtist í Morgunblaðinu 23. febrúar 2013. Þar segir hann að óviðeigandi sé að nota orðið „ættleiðing“ um það þegar einhver tekur að sér niðurnídd hús og sjúklinga. Slíkt sé ekki við hæfi því þannig sé verið að líkja ættleiddum börnum við slíkt. „Við varðveitum gömul hús og höldum þeim við. Drykkjumönnum og öðrum sjúklingum veitum við athvarf, hjúkrun og öryggi.“ Djúpstæð merking sem á ekki við um plöntur og dýr Ásta kannast við það sem hún telur hliðstætt þessu; að í hópnum sé oft talað um að ættleiða blóm. „Ég veit þetta er ekki illa meint hjá fólki en vinsamlegast lesið ykkur til. Bara í dag hafa komið tveir statusar „ég vil fá afleggjara til ættleiðingar“ og „vill einhver ættleiða þessa plöntu“. Betra og af meiri tillitsemi við ættleidd BÖRN væri að segja: „ég vil fá afleggjara gefins“ eða „vill einhver eiga þessa plöntu“. Ættleiðing hefur djúpstæða merkingu sem á ekki við um plöntur eða dýr og er ekki kúl að nota sem slíkt.“ Málshefjandi dró fram lesendabréf frá árinu 2013 máli sínu til stuðnings.skjáskot Ásta segist alls ekki reyna að vera að vera með leiðindi en það sé virkilega særandi að lesa svona, eins mikið og hún elskar hópinn. Tilmælin, sem sett eru fram með vinsemd og virðingu, falla í kramið í hópnum svo vægt sé til orða tekið. Fjölmargir skrifa athugasemdir og þrjú hundruð manns hafa nú þegar „lækað“ eins og þar stendur. Margir dauðskammast sín fyrir að hafa notað þetta orð um það að hafa fengið afleggjara. Og lofa bót og betrun. Þó fáeinir vilji meina að þeir telji þetta alls ekki neikvætt orð þá eru miklu fleiri á því að svo sé, og vitna í Einar Benediktsson skáld; að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Ingibjörg Eyþórsdóttir er ein þeirra sem segir: „Vá hvað ég er sammála! Ættleiðing er ekki neikvætt orð en það er bara óvart ekki yfir það að fá sér plöntu eða afleggjara.“ Hún segir að þetta stuði sig, orðið hafi ákveðna merkingu og við eigum að sættum okkur við það! Ein sem er núll móðguð en allt kemur fyrir ekki Hulda Guðnadóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tekur hjartanlega undir með málshefjanda. „Ég er móðir ættleidds drengs og við hjónin getum fullyrt það að ættleiðingarferli er ekki eins auðvelt og að taka að sér dýr eða plöntur.“ Ein tekur þó til máls sem þekkir þetta á eigin skinni, Siggadís Benediktsdóttir heitir hún og segir: „Ég er ættleidd og ég er núll móðguð - bara glöð í hjarta mínu ef einhver tekur að sér afleggjara til að hugsa um. Alveg eins og ég var í denn,“ segir Siggadís og setur broskall með hjörtu í augum við. En allt kemur fyrir ekki. Mikill meirihluti sem til máls taka eru miður sín, fyrir sína hönd en einkum annarra. Telja orðið ekki við hæfi í þessu samhengi og heita því að nota aldrei orðið „ættleiðing“ um pottablóm og vona að aðrir geri það ekki heldur.
Samfélagsmiðlar Móðurmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira