Gripinn með meira heróín en hefur fundist hér á landi í áratug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 13:09 Karlmaðurinn virðist ekki hafa komist út um þessar kunnuglegu dyr í flugstöðinni heldur var hann gripinn með efni í tösku sinni og innanklæða. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk. Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk.
Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira