Veraldleg þjóð í hlekkjum þjóðkirkju Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2020 18:00 Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Sveinn Atli Gunnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun