Veraldleg þjóð í hlekkjum þjóðkirkju Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2020 18:00 Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Sveinn Atli Gunnarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar