Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2020 12:17 Ljósmyndarinn Bragi Þór, sem hefur farið um landið og myndað 100 útisundlaugar, það er aðeins ein laug eftir. Aðsend Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Rok og rigning sama hvert er litið Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans
Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Rok og rigning sama hvert er litið Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira