Fjölskylduflokkurinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 07:48 Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun