Fjölskylduflokkurinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 07:48 Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun