Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:42 Maðurinn slasaðist alvarlega eftir hjólreiðaslys og var metinn með 45 prósent varanlega örorku. Hann fékk í dag staðfest að hann ætti að fá fullar bætur frá Verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu.
Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent