Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:42 Maðurinn slasaðist alvarlega eftir hjólreiðaslys og var metinn með 45 prósent varanlega örorku. Hann fékk í dag staðfest að hann ætti að fá fullar bætur frá Verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu.
Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira