Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir koma til greina að binda endi á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar með lögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13