Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:32 Ráðherrar kynna viðspyrnuaðgerðir á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. Þá verður hægt að sækja um svokallaða viðspyrnustyrki innan skamms, fyrir alla rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli. Styrkirnir geta hæst orðið 2-2,5 milljónir króna og taka mið af rekstrarkostnaði árið 2019. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi síðdegis. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar 2,5 prósent viðbótarálag Í tilkynningu segir að sérstakt viðbótarálag verði greitt á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma eigi til móts við „þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum.“ Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær verða því 307.403 krónur, að því er segir í tilkynningu. Þá verður hlutabótaleið stjórnvalda framlengd til 31. maí 2021. Hækkaðar greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda verða einnig framlengdar út næsta ár þar sem 6% viðbótarálag reiknast ofan á grunnatvinnuleysisbætur vegna framfærslu hvers barns, í stað 4% áður. Auk þess verður atvinnuleitendum greidd desemberuppbót upp á rúmar 86 þúsund krónur. Þá voru kynntir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra tekjuskattsskyldra rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli og gildir um alla rekstraraðila óháð rekstrarformi – einnig einyrkja sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu. Fyrir rekstraraðila með tekjufall á bilinu 60-80%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 400 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2 milljónir króna Fyrir rekstraraðila með tekjufall upp á 80%-100%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 500 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2,5 milljónir króna Styrkfjárhæðir taka mið af rekstrarkostnaði en geta þó ekki orðið hærri en það tekjufall sem varð á tímabilinu sem er undir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundinum að hægt verði að sækja um viðspyrnustyrk fyrir tiltekinn mánuð og viðmiðunartímabil væri sami mánuður árið 2019. Umsóknir yrðu afgreiddar á um það bil einni viku. Bjarni boðaði jafnframt breytingar á lokunarstyrkjum en hámark á fjölda starfsmanna verður afnumið. Styrkirnir eru hugsaðir fyrir þá sem þurft hafa að loka frá 18. september 2020-31. maí 2021 og eru að hámarki 600 þúsund krónur á hvert stöðugildi. Hægt verði að sækja um lokunarstyrkina í lok næstu viku og umsóknir verði hægt að afgreiða á einni viku. 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári Þá verða skerðingarmörk í barnabótakerfinu hækkuð og er sögð munu skila einstæðum foreldrum með tvö börn, með 350 þúsund til 580 þúsund krónur í tekjur á mánuði, 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári. Fjölskylda með samanlagðar tekjur upp á 700 til 920 þúsund krónur á mánuði fái þannig 60 þúsund hærri barnabætur á næsta ári en ella vegna breytinganna. 50 þúsund króna eingreiðsla Auk þess verði greidd út 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir 18. desember, til viðbótar við desemberuppbót sem jafnframt kemur til greiðslu í desember. Í upphafi næsta árs verði svo dregið úr „innbyrðis skerðingum“ sem skila muni tekjulægstu örorkulífeyrisþegunum tæplega 8.000 króna viðbótarhækkun á mánuði umfram fyrirhugaða hækkun upp á 3,6% sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Heildarhækkun bóta almannatrygginga til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna verði því tæpar 20 þúsund krónur um áramót. Þá verði ráðist í ýmsar mótvægisaðgerðir til að styrkja félagslega stöðu viðkvæmra hópa í heimsfaraldrinum og sett á laggirnar viðbragðsteymi um fjárhagsstöðu heimila með fulltrúum frá fjármálastofnunum, hagsmunasamtökum og umboðsmanni skuldara. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. Þá verður hægt að sækja um svokallaða viðspyrnustyrki innan skamms, fyrir alla rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli. Styrkirnir geta hæst orðið 2-2,5 milljónir króna og taka mið af rekstrarkostnaði árið 2019. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi síðdegis. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar 2,5 prósent viðbótarálag Í tilkynningu segir að sérstakt viðbótarálag verði greitt á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma eigi til móts við „þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum.“ Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær verða því 307.403 krónur, að því er segir í tilkynningu. Þá verður hlutabótaleið stjórnvalda framlengd til 31. maí 2021. Hækkaðar greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda verða einnig framlengdar út næsta ár þar sem 6% viðbótarálag reiknast ofan á grunnatvinnuleysisbætur vegna framfærslu hvers barns, í stað 4% áður. Auk þess verður atvinnuleitendum greidd desemberuppbót upp á rúmar 86 þúsund krónur. Þá voru kynntir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra tekjuskattsskyldra rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli og gildir um alla rekstraraðila óháð rekstrarformi – einnig einyrkja sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu. Fyrir rekstraraðila með tekjufall á bilinu 60-80%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 400 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2 milljónir króna Fyrir rekstraraðila með tekjufall upp á 80%-100%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 500 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2,5 milljónir króna Styrkfjárhæðir taka mið af rekstrarkostnaði en geta þó ekki orðið hærri en það tekjufall sem varð á tímabilinu sem er undir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundinum að hægt verði að sækja um viðspyrnustyrk fyrir tiltekinn mánuð og viðmiðunartímabil væri sami mánuður árið 2019. Umsóknir yrðu afgreiddar á um það bil einni viku. Bjarni boðaði jafnframt breytingar á lokunarstyrkjum en hámark á fjölda starfsmanna verður afnumið. Styrkirnir eru hugsaðir fyrir þá sem þurft hafa að loka frá 18. september 2020-31. maí 2021 og eru að hámarki 600 þúsund krónur á hvert stöðugildi. Hægt verði að sækja um lokunarstyrkina í lok næstu viku og umsóknir verði hægt að afgreiða á einni viku. 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári Þá verða skerðingarmörk í barnabótakerfinu hækkuð og er sögð munu skila einstæðum foreldrum með tvö börn, með 350 þúsund til 580 þúsund krónur í tekjur á mánuði, 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári. Fjölskylda með samanlagðar tekjur upp á 700 til 920 þúsund krónur á mánuði fái þannig 60 þúsund hærri barnabætur á næsta ári en ella vegna breytinganna. 50 þúsund króna eingreiðsla Auk þess verði greidd út 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir 18. desember, til viðbótar við desemberuppbót sem jafnframt kemur til greiðslu í desember. Í upphafi næsta árs verði svo dregið úr „innbyrðis skerðingum“ sem skila muni tekjulægstu örorkulífeyrisþegunum tæplega 8.000 króna viðbótarhækkun á mánuði umfram fyrirhugaða hækkun upp á 3,6% sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Heildarhækkun bóta almannatrygginga til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna verði því tæpar 20 þúsund krónur um áramót. Þá verði ráðist í ýmsar mótvægisaðgerðir til að styrkja félagslega stöðu viðkvæmra hópa í heimsfaraldrinum og sett á laggirnar viðbragðsteymi um fjárhagsstöðu heimila með fulltrúum frá fjármálastofnunum, hagsmunasamtökum og umboðsmanni skuldara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira