Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:34 epa/Hotli Simanjuntak Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá. Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá.
Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira