Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:34 epa/Hotli Simanjuntak Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá. Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá.
Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira