Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:34 epa/Hotli Simanjuntak Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá. Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá.
Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira