Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 09:11 Frá aðgerðum lögreglu í Vallarási í gærkvöldi. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12