Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 18:31 Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert. WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert.
WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira