Eldklár Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 13:01 Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slökkvilið Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun