Orsakir banaslyssins við Viðborðssel þríþættar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 11:08 Slysið varð á þjóðvegi 1 við Viðborðssel. Vísir Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli. Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli.
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira