Orsakir banaslyssins við Viðborðssel þríþættar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 11:08 Slysið varð á þjóðvegi 1 við Viðborðssel. Vísir Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli. Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli.
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira