900 starfsmenn Mayo Clinic smitast á tveimur vikum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 23:29 Heilbrigðisstarfsmenn viðhafa ýtrustu sóttvarnir í vinnunni en eru berskjaldaðri fyrir Covid-19 úti í samfélaginu. epa/Giuseppe Lami Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29