Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 07:31 Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Steinunn Alda Gunnarsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun